UFC 229 úrslit – fáranleg slagsmál í búrinu eftir bardaga Conor og Khabib

UFC 229 úrslit – fáranleg slagsmál í búrinu eftir bardaga Conor og Khabib | Blog post by Joey Oddessa

UFC 229 fór fram í nótt í Las Vegas. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov og endaði bardagakvöldið með fáranlegum árásum.

Khabib kláraði Conor með hengingu í 4. lotu. Khabib var einfaldlega betri allan bardagann og sló Conor meira að segja niður í 2. lotu. Frábær frammistaða en sú frammistaða mun alltaf falla í skuggann á því sem gerðist eftir bardagann.

Um leið og Conor tappaði út stóð Khabib og hraunaði aðeins yfir Conor. Hann fór svo að rífast við hornið hjá Conor og stökk yfir búrið og fór að slást við Dillon Danis, æfingafélaga Conor. Upp frá því urðu hópslagsmál utan búrsins.

Tveir af hornamönnum Khabib stukku síðan yfir búrið og réðust á Conor. Skammarleg hegðun.

Þessi atburðarás setur stóran svartan blett á MMA sem íþrótt. Conor var fylgt í stífri öryggisgæslu úr höllinni og reyndi þeir Luke Rockhold og Daniel Cormier (liðsfélagar Khabib) að róa Khabib niður. Khabib var á endanum rólegur en Dana White, forseti UFC, neitaði að afhenda Khabib beltið í búrið af ótta við múgæsing hjá áhorfendum. Bruce Buffer tilkynnti því sigurvegarann í tómu búrinu.

Mikill rígur hefur verið á milli Khabib og Conor í aðdraganda bardagans og kastaði Conor m.a. trillu í rútu Khabib í apríl eins og frægt er. Conor er enginn engill en þessi hegðun setti stóran svartan blett á annars frábæra frammistöðu Khabib í bardaganum. Ömurlegur endir á stóru bardagakvöldi. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:
Titilbardagi í léttvigt: Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor með uppgjafartaki (neck crank) eftir 3:03 í 4. lotu.
Léttvigt: Tony Ferguson sigraði Anthony Pettis með tæknilegu rothöggi (corner stoppage) eftir 2. lotu.
Léttþungavigt: Dominick Reyes sigraði Ovince Saint Preux eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Þungavigt: Derrick Lewis sigraði Alexander Volkov með rothöggi eftir 4:49 í 3. lotu.
Strávigt kvenna: Michelle Waterson sigraði Felice Herrig eftir dómaraákvörðun (30-26, 29-28, 30-27).

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:
Fluguvigt: Jussier Formiga sigraði Sergio Pettis eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Vicente Luque sigraði Jalin Turner með rothöggi eftir 3:52 í 1. lotu.
Bantamvigt kvenna: Aspen Ladd sigraði Tonya Evinger með tæknilegu rothöggi eftir 3:26 í 1. lotu.
Léttvigt: Scott Holtzman sigraði Alan Patrick með rothöggi eftir 3:42 í 3. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:
Bantamvigt kvenna: Yana Kunitskayasigraði Lina Länsberg eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Nik Lentz sigraði Gray Maynard með tæknilegu rothöggi eftir 1:19 í 2. lotu.
Veltivigt: Tony MartinsigraðiRyan LaFlare með rothöggi eftir 1:00 í 3. lotu.

| Title: UFC 229 úrslit – fáranleg slagsmál í búrinu eftir bardaga Conor og Khabib
| Author: mmafrettir.is // Pétur Marinó Jónsson
| Date: Oct 7, 2018

Leave a Reply